Innlent

Vilja hjálp frá Byggðastofnun

Kræklingur Ísafjarðarbær vill aukinn stuðning við skelrækt. Mynd/Getty Images
Kræklingur Ísafjarðarbær vill aukinn stuðning við skelrækt. Mynd/Getty Images

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur stjórnvöld til að tryggja skelrækt það starfsumhverfi sem hún þarf til að geta dafnað." Á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði, bb.is, er frá því greint að tillaga þessa efnis hafi verið lögð fram af Í-listanum á bæjarstjórnarfundi á fimmtudag og verið samþykkt samhljóða.

Í greinargerð með tillögunni er bent á að lítill aðgangur að fjármagni sé veruleg hindrun fyrirtækja í skelrækt vegna þess að fjármálastofnanir geri kröfu um veð, sem þau eiga erfitt með að uppfylla. Því sé brýnt að opinberum fjármálastofnunum á borð við Byggðastofnun verði gert kleift að koma til móts við greinina vegna mikils uppbyggingar- og þróunarstarfs sem fram undan sé. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×