Enski boltinn

Cole: Við munum koma til baka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ashley Cole.
Ashley Cole.

Bakvörðurinn Ashley Cole segir að hann og félagar hans hjá Chelsea séu ekki af baki dottnir þrátt fyrir dapurt gengi síðustu vikur. Hann segir að það sé aðeins tímaspursmál þangað til Chelsea verður aftur komið í toppform.

Chelsea byrjaði leiktíðina með ótrúlegum látum er liðið vann sex fyrstu leiki sína og skoraði 25 mörk. Síðan þá hafa margir lykilmenn meiðst og í ljós hefur komið að breiddin er ekki sú sama og hún var áður.

Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og það er versta gengi liðsins í rúm tíu ár. Chelsea mætir Arsenal á mánudag.

"Við erum mjög ósáttir við okkar spilamennsku í síðustu sex leikjum. Það eru aftur á móti margir sterkir leikmenn að koma til baka og endurkoma þeirra mun lyfta okkur upp á nýjan leik," sagði Cole.

"Öll lið finna fyrir því að missa sína sterkustu menn. Þeir sem hafa leyst af hafa staðið sig vel en öll lið myndu sakna John Terry, Frank Lampard og Michael Essien. Þeir spila þess utan betur þegar þeir eru allir inn á vellinum á sama tíma. Við höfum saknað krafta þeirra og leiðtogahæfileika."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×