Íslenski boltinn

Heimir: Mikil stemning í liðinu

Valur Smári Heimisson skrifar

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á Fram í dag enda er ÍBV komið aftur á toppinn.

„Ég er bara gífurlega sáttur við leik liðsins í dag, það var enginn að bera af en allir að standa sig vel.Við vissum að þeir væru sterkir í loftinu og mjög þéttir fyrir og við reyndum að teygja á þeim og fórum upp kantana. Við náðum líka að loka vel á þeirra sóknarleik, þeir áttu engin dauðafæri og voru í raun ekkert líklegir, og við gerðum vel með að sýna þolinmæði og það skilaði sér með góðu marki," sagði Heimir kátur.

„Það er mikil stemmning í liðinu og það eru í raun engin brögð á bakvið það. Strákarnir eru að sjá um það mikið sjálfir bæði þeir sem eru inn á vellinum og þeir sem eru utan vallar. En okkur gengur vel og við ætlum að halda áfram að gera þá hluti sem við höfum verið að gera vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×