Fótbolti

Kuyt: Heimsbyggðin styður Holland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollendingurinn Dirk Kuyt er sannfærður um að hlutlausir knattspyrnuáhugamenn um allan heim muni styðja Holland í úrslitaleiknum á HM.

Holland er búið að vinna alla sína leiki í Suður-Afríku og er komið í stóra leikinn.

"Það er kannski erfitt að meta hvernig frammistaða okkar hefur farið ofan í hollensku þjóðina og fólk út um allan heim en miðað við smsin og tölvupóstana sem ég hef fengið þá sýnist mér allur heimurinn styðja okkur," sagði Kuyt.

Hollendingnum knáa er slétt sama hvort Spánn eða Þýskaland vinni leikinn sem nú er í gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×