Enski boltinn

Talsmaður Mónakó: Hlustum ekki á tilboð í Eið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/AFP
Eiður Smári Guðjohnsen hefur látið hafa það eftir sér í viðtölum við enska fjölmiðla að hann njóti lífsins í Englandi og að hann vilju halda áfram að spila með Tottenham á næsta tímabili. Það hinsvegar ljóst að Mónakó ætlar ekki að sleppa honum svo auðveldlega.

Eiður Smári hafði haldið því fram að það væri ákvæði í lánsamningi hans til Tottenham að möguleiki væri á framlengingu um eitt ár en samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá á það ekki við rök að styðjast.

„Við erum ánægðir með að Eiður njóti tímans í Englandi en við búumst við honum til baka," sagði talsmaður Mónakó við enska fjölmiðla.

„Við hlustum ekki á tilboð í Eið. Við höfum ekki áhuga á að selja hann til Tottenham því hans framtíð er hjá okkur," sagði umræddur talsmaður franska liðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×