Enski boltinn

Wenger gæti unnið fyrir Paris Saint Germain í framtíðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur ýjað að því að hann muni vinna fyrir franska félagið Paris Saint Germain í framtíðinni en þetta koma fram í viðtali við blað í heimalandi hans.

Wenger sagði í viðtali við franska blaðið Republicain Lorrain að hann myndi ekki útiloka það að starfa fyrir Paris Saint Germain.

„Það er ekki óhugsandi en ég myndi þó aldrei taka að mér þjálfun liðsins," sagði Arsene Wenger. Hann hefur greinilega sterkar skoðanir á framtíðarsýn félagsins sem hefur ekki unnið franska titilinn nema tvisar sinnum. PSG vann frönsku deildina síðast árið 1994.

„PSG er eina félagið í heimi sem er í tíu milljón manna borg og hefur enga alvöru samkeppni frá nágrannafélagi. Það sem þarf að gerast er að safna saman góðum fjárfestum og afla félaginu fjármagn til vinna með," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×