Enski boltinn

Defoe með þrennu fyrir England - Frakkar töpuðu fyrir Hvít-Rússum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Defoe fagnar í kvöld.
Defoe fagnar í kvöld. GettyImages
Englendingar unnu góðan 4-0 sigur á Búlgörum í undankeppni EM 2010 á Wembley í kvöld. Jermaine Defoe skoraði þrennu í leiknum.

Defoe var aðeins þrjár mínútur að skora fyrsta mark leiksins eftir fínan undirbúning frá Wayne Rooney og Ashley Cole.

Glen Johnson var nálægt því að skora sjálfsmark en Joe Hart, sem átti góðan leik í markinu, bjargaði andliti bakvarðarins.

Defoe skoraði annað markið eftir fína skyndisókn og Adam Johnson skoraði þriðja markið eftir góðan undirbúning frá Defoe og Rooney.

Defoe kláraði þrennuna skömmu síðar eftir undirbúning Rooney sem átti frábæran leik líkt og Defoe.

Hvít-Rússar niðurlægðu Frakka og unnu þá í Frakklandi í kvöld. Eina markið kom undir lokin og óhætt að segja að martraðarár þeirra haldi áfram. Þetta var fyrsti opinberi leikur Laurent Blanc með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×