Fótbolti

Sepp Blatter ánægður með allt á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Sepp Blatter, forseti FIFA, er virkilega ánægður með framkvæmd heimsmeistaramótsins. Hann er líka í afneitun yfir allri gagnrýninni sem snýr meðal annars af mörgum auðum sætum og gæði fótboltans. "Öll heimsmeistaramót hafa sín einkenni, þau skapa sína sögu. Þetta var HM í nýrri heimsálfu og í nýjum menningarheimi. Það þarf því að skoða hlutina í samhengi," sagði Blatter. "Ef menn skoða áhugann í Suður-Afríku og sjónvarpsáhorf umhverfis heiminn sjá allir að þetta var mjög sérstakt HM." "Þetta mót hafði mikið aðdráttunarafl og auðvitað voru einhver laus sæti, en ekki tómir vellir. Ekki gleyma því að 95% allra miða voru seldir," sagði forsetinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×