Enski boltinn

Gunnar Heiðar ekki til Charlton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í leik með íslenska landsliðinu árið 2008.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í leik með íslenska landsliðinu árið 2008. Mynd/Daníel

Gunnar Heiðar Þorvaldsson mun ekki semja við Charlton en félagið ákvað að bjóða honum ekki samning að þessu sinni.

Gunnar Heiðar var stærstan hluta undirbúningstímabilsins hjá Charlton en meiddist í æfingaleik og sneri þá aftur til Íslands.

Hann var í láni hjá Reading á síðari hluta síðasta tímabils en gat lítið spilað þar vegna meiðsla. Hann var þá á mála hjá Esbjerg í Danmörku en hefur fengið sig lausan þaðan.

Gunnar Heiðar er því samningslaus eins og er en hefur til loka ágústmánaðar til að finna sér nýtt félag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×