Umfjöllun: Markaregn á Vodafone-vellinum Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júní 2010 22:27 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika. Fréttablaðið Breiðablik vann í kvöld 4-2 sigur á Haukum eftir að hafa lent marki undir rétt fyrir hálfleik. Haukar eru fyrir vikið enn í fallsæti með tvö stig. Haukar sátu í næst neðsta sæti með tvö stig fyrir leikinn og áttu enn eftir að skora á heimavelli. Breiðablik voru hinsvegar um miðja deild með átta stig eftir fimm leiki. Breiðablik byrjaði leikinn vel, Kristinn Steindórsson var hættulegur á vinstri kantinum og var nálægt því að skora á þriðju mínútu en skalli hans fór rétt framhjá. Þeir náðu hinsvegar forustunni á 19. mínútu, en þar var að verki Guðmundur Kristjánsson eftir góða fyrirgjöf Kristins Jónssonar. Haukar pressuðu meira eftir markið og uppskáru fyrsta mark sitt á heimavelli í Pepsi deildinni á 38. mínútu, þá stakk Sam Mantom sér inn milli varnarmanna Breiðabliks og skallaði góða fyrirgjöf Úlfars Hrafns Pálssonar í netið. Fagnaðarlæti Haukastuðningsmanna voru rétt að deyja út er þeir fengu vítaspyrnu á 43. mínútu. Úlfar Hrafn sendi aftur góða fyrirgjöf inn í teig og fór boltinn í hönd Kristins Jónssonar. Á punktinn steig Arnar Gunnlaugsson og skoraði með afar öruggu víti og sendi Haukastuðningsmenn fagnandi inn í hálfleikinn. Blikar voru hinsvegar snöggir að breyta því. Fyrirliðinn Kári Ársælsson skoraði jöfnunarmark Blika eftir klafs í teignum frá hornspyrnu Kristins Jónssonar. Andri Rafn Yeoman sem var nýkominn inn á skoraði svo fljótlega þriðja mark Blika og sitt fyrsta í Pepsi deildinni eftir afar góða stungusendingu frá Alfreði Finnbogasyni og kom Blikum í 3-2. Það var svo loks Þórhallur Dan Jóhannsson sem skoraði síðasta mark leiksins, því miður í hans eigið net. Hættulegur bolti kom af vinstri kantinum og misskilningur var milli Þórhalls og Daða og skallaði Þórhallur boltann í eigið net. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, Andri Rafn Yeoman var hættulegur fyrir framan mark Hauka og var samvinna hans og Alfreðs oft stórhættuleg. Leikurinn endaði því með 4-2 sigri Breiðabliks, en með þessu lyfta Blikar sér upp í annað sætið, tveimur stigum eftir Keflavík en Fram getur þó náð toppsætinu með leik sem þeir eiga inni. Haukar þurfa þó að fara að ná sér í þrjú stig ætli þeir sér að halda áfram í Pepsi deildinni.Haukar 2 - 4 Breiðablik 0-1 Guðmundur Kristjánsson (19.) 1-1 Sam Manton (38.) 2-1 Arnar Gunnlaugsson (44.) 2-2 Kári Ársælsson (55.) 2-3 Andri Rafn Yeoman (61.) 2-4 Þórhallur Dan JóhannsonÁhorfendur: 806Dómari: Erlendur Eiríksson 6Skot (á mark): 11 - 15 ( 8 - 6 )Varin skot: Daði Lárusson 3 - Ingvar Þór Kale 6Horn: 3 - 3Aukaspyrnur fengnar: 6 - 9Rangstöður: 0 - 2Haukar (4-5-1) Daði Lárusson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 4 Guðmundur Viðar Mete 5 (56. Pétur Ásbjörn Sæmundsson) 5 Daníel Einarsson 5 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 6 (78. Jónmundur Grétarsson) Sam Mantom 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 6 (71. Ásgeir Þór Ingólfsson)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 7 Haukur Baldvinsson 5 (56. Andri Rafn Yeoman) 7*Guðmundur Kristjánsson 7 - Maður leiksins (72. Olgeir Sigurgeirsson) Jökull Elísabetarson 5 Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6 Guðmundur Pétursson 4 (56. Finnur Orri Margeirsson) 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld 4-2 sigur á Haukum eftir að hafa lent marki undir rétt fyrir hálfleik. Haukar eru fyrir vikið enn í fallsæti með tvö stig. Haukar sátu í næst neðsta sæti með tvö stig fyrir leikinn og áttu enn eftir að skora á heimavelli. Breiðablik voru hinsvegar um miðja deild með átta stig eftir fimm leiki. Breiðablik byrjaði leikinn vel, Kristinn Steindórsson var hættulegur á vinstri kantinum og var nálægt því að skora á þriðju mínútu en skalli hans fór rétt framhjá. Þeir náðu hinsvegar forustunni á 19. mínútu, en þar var að verki Guðmundur Kristjánsson eftir góða fyrirgjöf Kristins Jónssonar. Haukar pressuðu meira eftir markið og uppskáru fyrsta mark sitt á heimavelli í Pepsi deildinni á 38. mínútu, þá stakk Sam Mantom sér inn milli varnarmanna Breiðabliks og skallaði góða fyrirgjöf Úlfars Hrafns Pálssonar í netið. Fagnaðarlæti Haukastuðningsmanna voru rétt að deyja út er þeir fengu vítaspyrnu á 43. mínútu. Úlfar Hrafn sendi aftur góða fyrirgjöf inn í teig og fór boltinn í hönd Kristins Jónssonar. Á punktinn steig Arnar Gunnlaugsson og skoraði með afar öruggu víti og sendi Haukastuðningsmenn fagnandi inn í hálfleikinn. Blikar voru hinsvegar snöggir að breyta því. Fyrirliðinn Kári Ársælsson skoraði jöfnunarmark Blika eftir klafs í teignum frá hornspyrnu Kristins Jónssonar. Andri Rafn Yeoman sem var nýkominn inn á skoraði svo fljótlega þriðja mark Blika og sitt fyrsta í Pepsi deildinni eftir afar góða stungusendingu frá Alfreði Finnbogasyni og kom Blikum í 3-2. Það var svo loks Þórhallur Dan Jóhannsson sem skoraði síðasta mark leiksins, því miður í hans eigið net. Hættulegur bolti kom af vinstri kantinum og misskilningur var milli Þórhalls og Daða og skallaði Þórhallur boltann í eigið net. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, Andri Rafn Yeoman var hættulegur fyrir framan mark Hauka og var samvinna hans og Alfreðs oft stórhættuleg. Leikurinn endaði því með 4-2 sigri Breiðabliks, en með þessu lyfta Blikar sér upp í annað sætið, tveimur stigum eftir Keflavík en Fram getur þó náð toppsætinu með leik sem þeir eiga inni. Haukar þurfa þó að fara að ná sér í þrjú stig ætli þeir sér að halda áfram í Pepsi deildinni.Haukar 2 - 4 Breiðablik 0-1 Guðmundur Kristjánsson (19.) 1-1 Sam Manton (38.) 2-1 Arnar Gunnlaugsson (44.) 2-2 Kári Ársælsson (55.) 2-3 Andri Rafn Yeoman (61.) 2-4 Þórhallur Dan JóhannsonÁhorfendur: 806Dómari: Erlendur Eiríksson 6Skot (á mark): 11 - 15 ( 8 - 6 )Varin skot: Daði Lárusson 3 - Ingvar Þór Kale 6Horn: 3 - 3Aukaspyrnur fengnar: 6 - 9Rangstöður: 0 - 2Haukar (4-5-1) Daði Lárusson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 4 Guðmundur Viðar Mete 5 (56. Pétur Ásbjörn Sæmundsson) 5 Daníel Einarsson 5 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 6 (78. Jónmundur Grétarsson) Sam Mantom 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 6 (71. Ásgeir Þór Ingólfsson)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 7 Haukur Baldvinsson 5 (56. Andri Rafn Yeoman) 7*Guðmundur Kristjánsson 7 - Maður leiksins (72. Olgeir Sigurgeirsson) Jökull Elísabetarson 5 Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6 Guðmundur Pétursson 4 (56. Finnur Orri Margeirsson) 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira