Umfjöllun: Markaregn á Vodafone-vellinum Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júní 2010 22:27 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika. Fréttablaðið Breiðablik vann í kvöld 4-2 sigur á Haukum eftir að hafa lent marki undir rétt fyrir hálfleik. Haukar eru fyrir vikið enn í fallsæti með tvö stig. Haukar sátu í næst neðsta sæti með tvö stig fyrir leikinn og áttu enn eftir að skora á heimavelli. Breiðablik voru hinsvegar um miðja deild með átta stig eftir fimm leiki. Breiðablik byrjaði leikinn vel, Kristinn Steindórsson var hættulegur á vinstri kantinum og var nálægt því að skora á þriðju mínútu en skalli hans fór rétt framhjá. Þeir náðu hinsvegar forustunni á 19. mínútu, en þar var að verki Guðmundur Kristjánsson eftir góða fyrirgjöf Kristins Jónssonar. Haukar pressuðu meira eftir markið og uppskáru fyrsta mark sitt á heimavelli í Pepsi deildinni á 38. mínútu, þá stakk Sam Mantom sér inn milli varnarmanna Breiðabliks og skallaði góða fyrirgjöf Úlfars Hrafns Pálssonar í netið. Fagnaðarlæti Haukastuðningsmanna voru rétt að deyja út er þeir fengu vítaspyrnu á 43. mínútu. Úlfar Hrafn sendi aftur góða fyrirgjöf inn í teig og fór boltinn í hönd Kristins Jónssonar. Á punktinn steig Arnar Gunnlaugsson og skoraði með afar öruggu víti og sendi Haukastuðningsmenn fagnandi inn í hálfleikinn. Blikar voru hinsvegar snöggir að breyta því. Fyrirliðinn Kári Ársælsson skoraði jöfnunarmark Blika eftir klafs í teignum frá hornspyrnu Kristins Jónssonar. Andri Rafn Yeoman sem var nýkominn inn á skoraði svo fljótlega þriðja mark Blika og sitt fyrsta í Pepsi deildinni eftir afar góða stungusendingu frá Alfreði Finnbogasyni og kom Blikum í 3-2. Það var svo loks Þórhallur Dan Jóhannsson sem skoraði síðasta mark leiksins, því miður í hans eigið net. Hættulegur bolti kom af vinstri kantinum og misskilningur var milli Þórhalls og Daða og skallaði Þórhallur boltann í eigið net. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, Andri Rafn Yeoman var hættulegur fyrir framan mark Hauka og var samvinna hans og Alfreðs oft stórhættuleg. Leikurinn endaði því með 4-2 sigri Breiðabliks, en með þessu lyfta Blikar sér upp í annað sætið, tveimur stigum eftir Keflavík en Fram getur þó náð toppsætinu með leik sem þeir eiga inni. Haukar þurfa þó að fara að ná sér í þrjú stig ætli þeir sér að halda áfram í Pepsi deildinni.Haukar 2 - 4 Breiðablik 0-1 Guðmundur Kristjánsson (19.) 1-1 Sam Manton (38.) 2-1 Arnar Gunnlaugsson (44.) 2-2 Kári Ársælsson (55.) 2-3 Andri Rafn Yeoman (61.) 2-4 Þórhallur Dan JóhannsonÁhorfendur: 806Dómari: Erlendur Eiríksson 6Skot (á mark): 11 - 15 ( 8 - 6 )Varin skot: Daði Lárusson 3 - Ingvar Þór Kale 6Horn: 3 - 3Aukaspyrnur fengnar: 6 - 9Rangstöður: 0 - 2Haukar (4-5-1) Daði Lárusson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 4 Guðmundur Viðar Mete 5 (56. Pétur Ásbjörn Sæmundsson) 5 Daníel Einarsson 5 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 6 (78. Jónmundur Grétarsson) Sam Mantom 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 6 (71. Ásgeir Þór Ingólfsson)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 7 Haukur Baldvinsson 5 (56. Andri Rafn Yeoman) 7*Guðmundur Kristjánsson 7 - Maður leiksins (72. Olgeir Sigurgeirsson) Jökull Elísabetarson 5 Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6 Guðmundur Pétursson 4 (56. Finnur Orri Margeirsson) 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld 4-2 sigur á Haukum eftir að hafa lent marki undir rétt fyrir hálfleik. Haukar eru fyrir vikið enn í fallsæti með tvö stig. Haukar sátu í næst neðsta sæti með tvö stig fyrir leikinn og áttu enn eftir að skora á heimavelli. Breiðablik voru hinsvegar um miðja deild með átta stig eftir fimm leiki. Breiðablik byrjaði leikinn vel, Kristinn Steindórsson var hættulegur á vinstri kantinum og var nálægt því að skora á þriðju mínútu en skalli hans fór rétt framhjá. Þeir náðu hinsvegar forustunni á 19. mínútu, en þar var að verki Guðmundur Kristjánsson eftir góða fyrirgjöf Kristins Jónssonar. Haukar pressuðu meira eftir markið og uppskáru fyrsta mark sitt á heimavelli í Pepsi deildinni á 38. mínútu, þá stakk Sam Mantom sér inn milli varnarmanna Breiðabliks og skallaði góða fyrirgjöf Úlfars Hrafns Pálssonar í netið. Fagnaðarlæti Haukastuðningsmanna voru rétt að deyja út er þeir fengu vítaspyrnu á 43. mínútu. Úlfar Hrafn sendi aftur góða fyrirgjöf inn í teig og fór boltinn í hönd Kristins Jónssonar. Á punktinn steig Arnar Gunnlaugsson og skoraði með afar öruggu víti og sendi Haukastuðningsmenn fagnandi inn í hálfleikinn. Blikar voru hinsvegar snöggir að breyta því. Fyrirliðinn Kári Ársælsson skoraði jöfnunarmark Blika eftir klafs í teignum frá hornspyrnu Kristins Jónssonar. Andri Rafn Yeoman sem var nýkominn inn á skoraði svo fljótlega þriðja mark Blika og sitt fyrsta í Pepsi deildinni eftir afar góða stungusendingu frá Alfreði Finnbogasyni og kom Blikum í 3-2. Það var svo loks Þórhallur Dan Jóhannsson sem skoraði síðasta mark leiksins, því miður í hans eigið net. Hættulegur bolti kom af vinstri kantinum og misskilningur var milli Þórhalls og Daða og skallaði Þórhallur boltann í eigið net. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, Andri Rafn Yeoman var hættulegur fyrir framan mark Hauka og var samvinna hans og Alfreðs oft stórhættuleg. Leikurinn endaði því með 4-2 sigri Breiðabliks, en með þessu lyfta Blikar sér upp í annað sætið, tveimur stigum eftir Keflavík en Fram getur þó náð toppsætinu með leik sem þeir eiga inni. Haukar þurfa þó að fara að ná sér í þrjú stig ætli þeir sér að halda áfram í Pepsi deildinni.Haukar 2 - 4 Breiðablik 0-1 Guðmundur Kristjánsson (19.) 1-1 Sam Manton (38.) 2-1 Arnar Gunnlaugsson (44.) 2-2 Kári Ársælsson (55.) 2-3 Andri Rafn Yeoman (61.) 2-4 Þórhallur Dan JóhannsonÁhorfendur: 806Dómari: Erlendur Eiríksson 6Skot (á mark): 11 - 15 ( 8 - 6 )Varin skot: Daði Lárusson 3 - Ingvar Þór Kale 6Horn: 3 - 3Aukaspyrnur fengnar: 6 - 9Rangstöður: 0 - 2Haukar (4-5-1) Daði Lárusson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 4 Guðmundur Viðar Mete 5 (56. Pétur Ásbjörn Sæmundsson) 5 Daníel Einarsson 5 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 6 (78. Jónmundur Grétarsson) Sam Mantom 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 6 (71. Ásgeir Þór Ingólfsson)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 7 Haukur Baldvinsson 5 (56. Andri Rafn Yeoman) 7*Guðmundur Kristjánsson 7 - Maður leiksins (72. Olgeir Sigurgeirsson) Jökull Elísabetarson 5 Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6 Guðmundur Pétursson 4 (56. Finnur Orri Margeirsson) 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira