Umfjöllun: Markaregn á Vodafone-vellinum Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júní 2010 22:27 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika. Fréttablaðið Breiðablik vann í kvöld 4-2 sigur á Haukum eftir að hafa lent marki undir rétt fyrir hálfleik. Haukar eru fyrir vikið enn í fallsæti með tvö stig. Haukar sátu í næst neðsta sæti með tvö stig fyrir leikinn og áttu enn eftir að skora á heimavelli. Breiðablik voru hinsvegar um miðja deild með átta stig eftir fimm leiki. Breiðablik byrjaði leikinn vel, Kristinn Steindórsson var hættulegur á vinstri kantinum og var nálægt því að skora á þriðju mínútu en skalli hans fór rétt framhjá. Þeir náðu hinsvegar forustunni á 19. mínútu, en þar var að verki Guðmundur Kristjánsson eftir góða fyrirgjöf Kristins Jónssonar. Haukar pressuðu meira eftir markið og uppskáru fyrsta mark sitt á heimavelli í Pepsi deildinni á 38. mínútu, þá stakk Sam Mantom sér inn milli varnarmanna Breiðabliks og skallaði góða fyrirgjöf Úlfars Hrafns Pálssonar í netið. Fagnaðarlæti Haukastuðningsmanna voru rétt að deyja út er þeir fengu vítaspyrnu á 43. mínútu. Úlfar Hrafn sendi aftur góða fyrirgjöf inn í teig og fór boltinn í hönd Kristins Jónssonar. Á punktinn steig Arnar Gunnlaugsson og skoraði með afar öruggu víti og sendi Haukastuðningsmenn fagnandi inn í hálfleikinn. Blikar voru hinsvegar snöggir að breyta því. Fyrirliðinn Kári Ársælsson skoraði jöfnunarmark Blika eftir klafs í teignum frá hornspyrnu Kristins Jónssonar. Andri Rafn Yeoman sem var nýkominn inn á skoraði svo fljótlega þriðja mark Blika og sitt fyrsta í Pepsi deildinni eftir afar góða stungusendingu frá Alfreði Finnbogasyni og kom Blikum í 3-2. Það var svo loks Þórhallur Dan Jóhannsson sem skoraði síðasta mark leiksins, því miður í hans eigið net. Hættulegur bolti kom af vinstri kantinum og misskilningur var milli Þórhalls og Daða og skallaði Þórhallur boltann í eigið net. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, Andri Rafn Yeoman var hættulegur fyrir framan mark Hauka og var samvinna hans og Alfreðs oft stórhættuleg. Leikurinn endaði því með 4-2 sigri Breiðabliks, en með þessu lyfta Blikar sér upp í annað sætið, tveimur stigum eftir Keflavík en Fram getur þó náð toppsætinu með leik sem þeir eiga inni. Haukar þurfa þó að fara að ná sér í þrjú stig ætli þeir sér að halda áfram í Pepsi deildinni.Haukar 2 - 4 Breiðablik 0-1 Guðmundur Kristjánsson (19.) 1-1 Sam Manton (38.) 2-1 Arnar Gunnlaugsson (44.) 2-2 Kári Ársælsson (55.) 2-3 Andri Rafn Yeoman (61.) 2-4 Þórhallur Dan JóhannsonÁhorfendur: 806Dómari: Erlendur Eiríksson 6Skot (á mark): 11 - 15 ( 8 - 6 )Varin skot: Daði Lárusson 3 - Ingvar Þór Kale 6Horn: 3 - 3Aukaspyrnur fengnar: 6 - 9Rangstöður: 0 - 2Haukar (4-5-1) Daði Lárusson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 4 Guðmundur Viðar Mete 5 (56. Pétur Ásbjörn Sæmundsson) 5 Daníel Einarsson 5 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 6 (78. Jónmundur Grétarsson) Sam Mantom 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 6 (71. Ásgeir Þór Ingólfsson)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 7 Haukur Baldvinsson 5 (56. Andri Rafn Yeoman) 7*Guðmundur Kristjánsson 7 - Maður leiksins (72. Olgeir Sigurgeirsson) Jökull Elísabetarson 5 Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6 Guðmundur Pétursson 4 (56. Finnur Orri Margeirsson) 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld 4-2 sigur á Haukum eftir að hafa lent marki undir rétt fyrir hálfleik. Haukar eru fyrir vikið enn í fallsæti með tvö stig. Haukar sátu í næst neðsta sæti með tvö stig fyrir leikinn og áttu enn eftir að skora á heimavelli. Breiðablik voru hinsvegar um miðja deild með átta stig eftir fimm leiki. Breiðablik byrjaði leikinn vel, Kristinn Steindórsson var hættulegur á vinstri kantinum og var nálægt því að skora á þriðju mínútu en skalli hans fór rétt framhjá. Þeir náðu hinsvegar forustunni á 19. mínútu, en þar var að verki Guðmundur Kristjánsson eftir góða fyrirgjöf Kristins Jónssonar. Haukar pressuðu meira eftir markið og uppskáru fyrsta mark sitt á heimavelli í Pepsi deildinni á 38. mínútu, þá stakk Sam Mantom sér inn milli varnarmanna Breiðabliks og skallaði góða fyrirgjöf Úlfars Hrafns Pálssonar í netið. Fagnaðarlæti Haukastuðningsmanna voru rétt að deyja út er þeir fengu vítaspyrnu á 43. mínútu. Úlfar Hrafn sendi aftur góða fyrirgjöf inn í teig og fór boltinn í hönd Kristins Jónssonar. Á punktinn steig Arnar Gunnlaugsson og skoraði með afar öruggu víti og sendi Haukastuðningsmenn fagnandi inn í hálfleikinn. Blikar voru hinsvegar snöggir að breyta því. Fyrirliðinn Kári Ársælsson skoraði jöfnunarmark Blika eftir klafs í teignum frá hornspyrnu Kristins Jónssonar. Andri Rafn Yeoman sem var nýkominn inn á skoraði svo fljótlega þriðja mark Blika og sitt fyrsta í Pepsi deildinni eftir afar góða stungusendingu frá Alfreði Finnbogasyni og kom Blikum í 3-2. Það var svo loks Þórhallur Dan Jóhannsson sem skoraði síðasta mark leiksins, því miður í hans eigið net. Hættulegur bolti kom af vinstri kantinum og misskilningur var milli Þórhalls og Daða og skallaði Þórhallur boltann í eigið net. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, Andri Rafn Yeoman var hættulegur fyrir framan mark Hauka og var samvinna hans og Alfreðs oft stórhættuleg. Leikurinn endaði því með 4-2 sigri Breiðabliks, en með þessu lyfta Blikar sér upp í annað sætið, tveimur stigum eftir Keflavík en Fram getur þó náð toppsætinu með leik sem þeir eiga inni. Haukar þurfa þó að fara að ná sér í þrjú stig ætli þeir sér að halda áfram í Pepsi deildinni.Haukar 2 - 4 Breiðablik 0-1 Guðmundur Kristjánsson (19.) 1-1 Sam Manton (38.) 2-1 Arnar Gunnlaugsson (44.) 2-2 Kári Ársælsson (55.) 2-3 Andri Rafn Yeoman (61.) 2-4 Þórhallur Dan JóhannsonÁhorfendur: 806Dómari: Erlendur Eiríksson 6Skot (á mark): 11 - 15 ( 8 - 6 )Varin skot: Daði Lárusson 3 - Ingvar Þór Kale 6Horn: 3 - 3Aukaspyrnur fengnar: 6 - 9Rangstöður: 0 - 2Haukar (4-5-1) Daði Lárusson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 4 Guðmundur Viðar Mete 5 (56. Pétur Ásbjörn Sæmundsson) 5 Daníel Einarsson 5 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 6 (78. Jónmundur Grétarsson) Sam Mantom 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 6 (71. Ásgeir Þór Ingólfsson)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 7 Haukur Baldvinsson 5 (56. Andri Rafn Yeoman) 7*Guðmundur Kristjánsson 7 - Maður leiksins (72. Olgeir Sigurgeirsson) Jökull Elísabetarson 5 Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6 Guðmundur Pétursson 4 (56. Finnur Orri Margeirsson) 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira