Enski boltinn

Carvalho aftur á meiðslalistann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ricardo Carvalho hefur verið ansi óheppinn með meiðsli þennan veturinn.
Ricardo Carvalho hefur verið ansi óheppinn með meiðsli þennan veturinn.

Nafn Ricardo Carvalho er aftur komið á meiðslalista Chelsea. Talið er að varnarmaðurinn portúgalski verði frá næsta mánuðinn hið minnsta.

Svo gæti verið að hann þurfi að gangast undir aðgerð og verði enn lengur frá. Carvalho meiddist á ökkla í stórsigri Chelsea gegn Portsmouth.

Þetta er áfall fyrir Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, sem er þegar án Branislav Ivanovic, Jose Bosingwa, Ashley Cole og Michael Essien.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×