Enski boltinn

Ferdinand spilar með varaliðinu í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ferdinand í leik með enska landsliðinu.
Ferdinand í leik með enska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Rio Ferdinand mun spila með varaliði Manchester United í kvöld en það verður hans fyrsti leikur eftir að hann meiddist í vor.

Ferdinand meiddist á hné á fyrstu æfingu enska landsliðsins í Suður-Afríku í sumar og missti þar með af heimsmeistarakeppninni þar í landi.

Varalið United spilar gegn Oldham í kvöld og ef hann kemst óskaddaður frá þeim leik á hann möguleika á að spila með United gegn Everton þann 11. september næstkomandi.

Fleiri leikmenn aðalliðsins munu spila í kvöld, til að mynda Wes Brown, Anderson og Federico Macheda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×