Enski boltinn

Arsenal vann Emirates-mótið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik Arsenal og Celtic.
Úr leik Arsenal og Celtic.

Arsenal vann Glasgow Celtic 3-2 í lokaleik Emirates-æfingamótsins. Þessi úrslit þýða að Arsenal vinnur mótið.

Arsenal náði 3-0 forystu í leiknum með mörkum frá Carlos Vela, Bacary Sagna og Samir Nasri. Daryl Murphy og Ki Sung-Yueng minnkuðu muninn fyrir Celtic sem komst ekki lengra.

Hefði skoska liðið náð að jafna í 3-3 hefði það staðið uppi sem sigurvegari mótsins.

Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Vermaelen, Djourou, Clichy, Frimpong, Rosicky, Wilshere, Walcott, Emmanuel-Thomas, Vela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×