Enski boltinn

Sjálfstraustið ekki gott hjá Joe Cole

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það hefur ekkert gengið upp hjá Joe Cole síðan hann gekk í raðir Liverpool frá Chelsea. Hann fékk rautt í fyrsta leik og er svo búinn að vera meiddur síðustu vikur.

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur viðurkennt að hafa áhyggjur af andlegu ástandi leikmannsins.

"Hann býr ekki yfir náttúrulegu sjálfstrausti. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp þá líður honum ekki vel," sagði Hodgson.

"Allir hjá félaginu hafa reynt að sjá til þess að hann taki hlutina ekki of mikið inn á sig vegna þess að hann er til í að axla ábyrgð. Ég vil sem minnst tala um andlegt ástand leikmanna en ég get samt sagt að Joe iðar í skinninu að sýna öllum hér hvað hann raunverulega getur."

Cole mun spila með Liverpool í Evrópudeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×