Enski boltinn

West Ham reynir að fá Thierry Henry

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Henry eru kominn með tilboð frá West Ham.
Henry eru kominn með tilboð frá West Ham.
Enska úrvalsdeildarliðið West Ham hefur sett markið á Thierry Henry, leikmann Barcelona, en þessi 32 ára Frakki er líklegast á leið frá liðinu nú í sumar. Henry hefur verið sterklega orðaður við New York Red Bulls í Bandaríkjunum en nú virðist sem fleiri séu komnir í kapphlaupið um þennan magnaða framherja. „Félagið er í skuldum en sóknarmaður í hans gæðum myndi gera þetta að frábærum samning. Hann er enn meðal þeirra bestu og ég hef gert honum tilboð sem myndi gera hann að hæst launaðasta leikmanni félagsins frá upphafi," sagði David Sullivan annar eigandi West Ham við götublaðið The Sun í dag. „Þetta er alvöru tilboð enda gæti Henry mögulega gengið inn í hvaða lið sem er í úrvalsdeildinni," segir Sullivan, en sagt er að West Ham sé reiðubúið að borga leikmanninum 75.000 pund í vikulaun og gera tveggja ára samning við hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×