Enski boltinn

Upphafið að endinum hjá Rooney?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney og Alex Ferguson.
Wayne Rooney og Alex Ferguson. Nordic Photos / Getty Images

Ensku blöðin eru í dag stútfull af vangaveltum um hvort að ummæli Wayne Rooney eftir landsleik Englands og Svartfjallalands marki upphafið að endi Rooney hjá Manchester United.

Ferguson hefur áður sagt að hann hafi viljað hvíla Rooney í nokkrum leikjum með United vegna ökklameiðsla hans. En eftir landsleikinn, þar sem Rooney spilaði í 90 mínútur, sagðist hann ekki vera meiddur.

„Ég hef ekki átt í neinum vandræðum með ökklann allt tímabilið," sagði Rooney.

Þegar hann var spurður af hverju Ferguson hefði þá sagt annað var svarið einfalt; „ég veit það ekki."

Rooney er sagður eiga í viðræðum um nýjan fimm ára samning við United en nú er því haldið fram að þetta gæti orðið til þess að hann fari frá félaginu og þá helst til Real Madrid.

Þá er einnig rifjað upp að fjölmörgum leikmönnum hefur lent upp á kant við Ferguson í gegnum tíðina sem hefur endað með því að leikmennirnir hafi farið frá félaginu.

En svo eru einnig þeir sem benda á að enn sem komið er sé þetta mál aðeins vangaveltur í fjölmiðlum sem eigi enga stoð í raunveruleikanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×