Enski boltinn

Giggs: Við getum unnið titla í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Welski vængmaðurinn Ryan Giggs er þess fullviss að núverandi hópur hjá Man. Utd geti unnið til verðlauna í vetur.

Giggs hefur leikið með mörgum frábærum leikmönnum á löngum og farsælum ferli og veit því hvað hann syngur.

"Ég sé fyrir mér að þetta lið muni vinna titla. Stjórinn hefur lent í nokkrum vandræðum í vetur vegna meiðsla leikmanna. Ef menn horfa aftur á móti á þá leikmenn sem komast ekki í hópinn þá eru gæðin augljós," sagði Giggs.

"Það er ekki gaman fyrir þá að komast ekki í hópinn en það er frábært fyrir félagið að eiga slíka leikmenn í sínum röðum. Við eigum að hafa hóp sem getur orðið fyrir skakkaföllum. Við réðum ekki við meiðslin í fyrra en ég tel okkur sterkari í ár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×