Enski boltinn

Redknapp: Við þurfum að fá meiddu mennina okkar til baka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Mynd/Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, viðurkenndi að úrslit gærdagsins hafi galopnað baráttuna um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni en Tottenham missti þá fjórða sætið til Manchester City eftir 1-3 tap fyrir Sunderland.

Harry Redknapp segist treysta á læknalið Tottenham til að koma mörgum meiddum mönnum félagsins á ný í slaginn fyrir sex síðustu leiki liðsins á tímabilinu.

„Baráttan um fjórða sætið er galopin og við þurfum bara að fá nokkra af mönnum okkar til baka úr meiðslum. Þar liggur vandamálið okkar," sagði Harry Redknapp, eftir tapið á móti Sunderland.

Tottenham er án ensku landsliðsmannanna Aaron Lennon, Michael Dawson, Ledley King, Jermaine Jenas og Jonathan Woodgate. Markvörðurinn Carlo Cudicini er einnig meiddur.

„Sunderland á skilið mikið hrós fyrir þennan leik. Þeir spila augljóslega ekki svona vel í hverjum leik, en þeir pressuðu okkur og börðust fyrir hverjum bolta," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×