Enski boltinn

Hermann búinn að skrifa undir samning við Portsmouth

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Mynd/AFP
Hermann Hreiðarsson hefur skrifað undir nýjan samning við enska b-deildarliðið Portsmouth og gildir nýi samningurinn út þessa leiktíð. Hermann er ekkert farinn að spila með liðinu eftir að hann sleit hásin í mars.

Hermann er orðinn 36 ára gamall en gamli samningur hans við Portsmouth rann út í sumar. Hermann hefur spilað með Portsmouth frá árinu 2007.

„Ég er mjög ánægður með að hafa gert nýjan samning við svona frábæran klúbb þar sem ég hef átt æðislegan tíma," sagði Hermann í viðtali á heimasíðu Portmouth.

„Það er frábært að vera orðin heill á ný og ég get ekki beðið eftir að klæðast bláu skyrtunni á ný," sagði Hermann.

„Hermann er goðsögn og hann er holdgervingur alls þessa góða hjá þessu félagi. Við erum mjög ánægðir með að hann sé kominn aftur í slaginn," sagði David Lampitt, framkvæmdastjóri Portsmouth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×