Enski boltinn

Tevez ætti kannski að biðjast afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez er ekki alltaf hress.
Tevez er ekki alltaf hress.

Þar sem búið er að afgreiða öll mál Man. City og Carlos Tevez er stjóri liðsins, Roberto Mancini, loksins farinn að gagnrýna leikmanninn til tilbreytingar.

Mancini segir að Tevez þurfi að fara að skora á nýjan leik og segir að leikmaðurinn megi einnig íhuga það að biðjast afsökunar á hegðun sinni.

"Það er kannski ekki mitt að segja en kannski ætti Carlos að biðjast afsökunar. Nú er mikilvægt að Carlos spili vel og fari að skora mörk en stuðningsmennirnir elska hann samt," sagði Mancini sem passar sig á því að stíga ekki of fast á tærnar á fyrirliðanum sínum.

Tevez bað eins og kunnugt er um sölu frá félaginu um daginn en snérist svo hugur eftir mikið fjaðrafok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×