Marklaus lög Ingimar Karl Helgason skrifar 23. mars 2010 18:15 Lög sem takmarka fjárfestingu útlendinga í orkufyrirtækjum eru marklaus fyrst Kanadamenn mega eiga í íslensku orkufyrirtæki. Þetta segir minnihluti nefndar um erlenda fjárfestingu, í bókun sem gerð var á fundi nefndarinnar í gær. Þar var ákveðið að kanadíska félagið Magma Energy megi eiga hlut í HS orku. Meirihluti nefndarinnar, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur telja að fyrirtækið megi fjárfesta hér í gegnum sænskt dótturfélag. Fyrirtækið hefur nýtingarrétt á orkuauðlindum á Reykjanesi næsta mannsaldurinn. Efnahags- og viðskiptaráðherra er bundinn af ákvörðun nefndarinnar. Allir flokkar á Alþingi telja að auðlindir eigi að vera í þjóðareigu.Mynd/ValgarðurEiga 40% Meirihluti nefndar um erlenda fjárfestingu féllst á, eftir margra mánaða yfirlegu, að kanadíska félagið Magma Energy, megi eiga ríflega fjörutíu prósenta hlut í HS orku. Takmarkanir eru á fjárfestingu útlendinga í íslenskum orkuiðnaði, samkvæmt sérstökum lögum. Aðeins Íslendingar og fólk og fyrirtæki af Evrópska efnahagssvæðinu mega eiga í orkufyrirtækjum.Engar takmarkanir lengur Fulltrúi vinstri grænna í nefndinni, og fulltrúi Borgarahreyfingarinnar; telja að ekki eigi að heimila fjárfestingu aðila utan EES nema með sérstökum milliríkjasamningi. Verði núverandi samningur um kaup Magma samþykktur, þá jafngildi það því að fyrirtæki utan EES svæðisins geti fjárfest í íslenskum orkugeira óháð takmörkunum. Lög sem takmarka erlenda fjárfestingu í orkufyrirtækjum séu þannig marklaus.Hugsanlegt skaðabótamál Fulltrúar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins samþykktu eignarhald Magma; telja sér ekki stætt á öðru. Sænskt fyrirtæki sem Magma stofnaði í fyrrasumar og notaði til að kaupa HS hlutinn dugi til þess að uppfylla skilyrði laga. Einn nefndarmaður úr meirihlutanum nefndi í eyru fréttastofu að ef þessu yrði hafnað, kynni skaðabótamál að vofa yfir ríkinu. Heimilt er í lögum að framselja afnotarétt á auðlindum til 65 ára; þetta er tilfellið með HS orku sem fyrirtæki í einkaeigu, Geysis Green Energy og Magma Energy. Félagið á möguleika á að framlengja réttinn um önnur 65 ár.Mynd/VilhelmRáðherra bundinn af nefndinni Efnahags- og viðskiptaráðherra er samkvæmt lögunum bundinn af ákvörðun nefndar um erlenda fjárfestingu, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að Gylfi Magnússon hafi þegar tilkynnt kaupanda niðurstöðuna og að fjárfesting Magma Energy Sweden í HS Orku samrýmist lögunum. Allir flokkar vilja þjóðareign En hvað sem líður allri praktík segjast allir flokkar á Alþingi þá stefnu að íslendingar eigi sjálfir auðlindirnar. Vinstri grænir segja að þær eigi að vera sameign landsmanna. Þjóðareign segir Borgarahreyfingin. Framsóknarmenn segja að allar auðlindir skuli lúta óskorað íslenskri stjórn. Samfylkingin segir ævarandi þjóðareign. Sjálfstæðismenn nota orðalagið óskoraður fullveldisréttur þjóðarinnar á auðlindum. Svo má aftur spyrja hvort flokkarnir telji vera mun á því hvernig fara eigi með orkuauðlindir, og svo aftur fiskveiðiauðlindir. Tengdar fréttir Líklegt að kaup Magma verði samþykkt Nefnd um erlendar fjárfestingar mun að líkindum samþykkja kaup Magma Energy á hlutum í HS orku. Fundur nefndarinnar hófst klukkan tvö. 18. mars 2010 14:16 Nefndin samþykkir fjárfestingu Magma Nefnd um erlendar fjárfestingar sest á fund klukkan þrjú í dag til að taka ákvörðun um hvort fjárfesting kanadíska félagsins Magma Energy í HS orku, standist ákvæði íslenskra laga. Búist er við því að fundurinn standi í tvær klukkustundir. Fundurinn er framhald af fundi nefndarinnar frá því á föstudag. Þá var búist við því að niðurstaða fengist í málið. 22. mars 2010 13:47 Frestaði ákvörðun um Magma Nefnd um erlendar fjárfestingar frestaði á fundi sínum í dag, ákvörðun um hvort dótturfélagi kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy, væri heimilt að eiga hlut í HS orku. 18. mars 2010 17:45 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Sjá meira
Lög sem takmarka fjárfestingu útlendinga í orkufyrirtækjum eru marklaus fyrst Kanadamenn mega eiga í íslensku orkufyrirtæki. Þetta segir minnihluti nefndar um erlenda fjárfestingu, í bókun sem gerð var á fundi nefndarinnar í gær. Þar var ákveðið að kanadíska félagið Magma Energy megi eiga hlut í HS orku. Meirihluti nefndarinnar, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur telja að fyrirtækið megi fjárfesta hér í gegnum sænskt dótturfélag. Fyrirtækið hefur nýtingarrétt á orkuauðlindum á Reykjanesi næsta mannsaldurinn. Efnahags- og viðskiptaráðherra er bundinn af ákvörðun nefndarinnar. Allir flokkar á Alþingi telja að auðlindir eigi að vera í þjóðareigu.Mynd/ValgarðurEiga 40% Meirihluti nefndar um erlenda fjárfestingu féllst á, eftir margra mánaða yfirlegu, að kanadíska félagið Magma Energy, megi eiga ríflega fjörutíu prósenta hlut í HS orku. Takmarkanir eru á fjárfestingu útlendinga í íslenskum orkuiðnaði, samkvæmt sérstökum lögum. Aðeins Íslendingar og fólk og fyrirtæki af Evrópska efnahagssvæðinu mega eiga í orkufyrirtækjum.Engar takmarkanir lengur Fulltrúi vinstri grænna í nefndinni, og fulltrúi Borgarahreyfingarinnar; telja að ekki eigi að heimila fjárfestingu aðila utan EES nema með sérstökum milliríkjasamningi. Verði núverandi samningur um kaup Magma samþykktur, þá jafngildi það því að fyrirtæki utan EES svæðisins geti fjárfest í íslenskum orkugeira óháð takmörkunum. Lög sem takmarka erlenda fjárfestingu í orkufyrirtækjum séu þannig marklaus.Hugsanlegt skaðabótamál Fulltrúar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins samþykktu eignarhald Magma; telja sér ekki stætt á öðru. Sænskt fyrirtæki sem Magma stofnaði í fyrrasumar og notaði til að kaupa HS hlutinn dugi til þess að uppfylla skilyrði laga. Einn nefndarmaður úr meirihlutanum nefndi í eyru fréttastofu að ef þessu yrði hafnað, kynni skaðabótamál að vofa yfir ríkinu. Heimilt er í lögum að framselja afnotarétt á auðlindum til 65 ára; þetta er tilfellið með HS orku sem fyrirtæki í einkaeigu, Geysis Green Energy og Magma Energy. Félagið á möguleika á að framlengja réttinn um önnur 65 ár.Mynd/VilhelmRáðherra bundinn af nefndinni Efnahags- og viðskiptaráðherra er samkvæmt lögunum bundinn af ákvörðun nefndar um erlenda fjárfestingu, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að Gylfi Magnússon hafi þegar tilkynnt kaupanda niðurstöðuna og að fjárfesting Magma Energy Sweden í HS Orku samrýmist lögunum. Allir flokkar vilja þjóðareign En hvað sem líður allri praktík segjast allir flokkar á Alþingi þá stefnu að íslendingar eigi sjálfir auðlindirnar. Vinstri grænir segja að þær eigi að vera sameign landsmanna. Þjóðareign segir Borgarahreyfingin. Framsóknarmenn segja að allar auðlindir skuli lúta óskorað íslenskri stjórn. Samfylkingin segir ævarandi þjóðareign. Sjálfstæðismenn nota orðalagið óskoraður fullveldisréttur þjóðarinnar á auðlindum. Svo má aftur spyrja hvort flokkarnir telji vera mun á því hvernig fara eigi með orkuauðlindir, og svo aftur fiskveiðiauðlindir.
Tengdar fréttir Líklegt að kaup Magma verði samþykkt Nefnd um erlendar fjárfestingar mun að líkindum samþykkja kaup Magma Energy á hlutum í HS orku. Fundur nefndarinnar hófst klukkan tvö. 18. mars 2010 14:16 Nefndin samþykkir fjárfestingu Magma Nefnd um erlendar fjárfestingar sest á fund klukkan þrjú í dag til að taka ákvörðun um hvort fjárfesting kanadíska félagsins Magma Energy í HS orku, standist ákvæði íslenskra laga. Búist er við því að fundurinn standi í tvær klukkustundir. Fundurinn er framhald af fundi nefndarinnar frá því á föstudag. Þá var búist við því að niðurstaða fengist í málið. 22. mars 2010 13:47 Frestaði ákvörðun um Magma Nefnd um erlendar fjárfestingar frestaði á fundi sínum í dag, ákvörðun um hvort dótturfélagi kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy, væri heimilt að eiga hlut í HS orku. 18. mars 2010 17:45 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Sjá meira
Líklegt að kaup Magma verði samþykkt Nefnd um erlendar fjárfestingar mun að líkindum samþykkja kaup Magma Energy á hlutum í HS orku. Fundur nefndarinnar hófst klukkan tvö. 18. mars 2010 14:16
Nefndin samþykkir fjárfestingu Magma Nefnd um erlendar fjárfestingar sest á fund klukkan þrjú í dag til að taka ákvörðun um hvort fjárfesting kanadíska félagsins Magma Energy í HS orku, standist ákvæði íslenskra laga. Búist er við því að fundurinn standi í tvær klukkustundir. Fundurinn er framhald af fundi nefndarinnar frá því á föstudag. Þá var búist við því að niðurstaða fengist í málið. 22. mars 2010 13:47
Frestaði ákvörðun um Magma Nefnd um erlendar fjárfestingar frestaði á fundi sínum í dag, ákvörðun um hvort dótturfélagi kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy, væri heimilt að eiga hlut í HS orku. 18. mars 2010 17:45