Íslenski boltinn

Styttist í endurkomu Hjartar hjá ÍA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hjörtur er hér í leik með Þrótti.
Hjörtur er hér í leik með Þrótti.

Íþróttafréttamaðurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson er byrjaður að æfa með 1. deildarliði ÍA á nýjan leik og verður líklega í eldlínunni með ÍA er liðið mætir Grindavík þann 10. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA.

Nárameiðsli hafa verið að hrjá framherjann síðustu vikur.

Skagamönnum hefur gengið afar vel á undirbúningstímabilinu en á heimasíðu ÍA er sagt að það sé tvímælalaust mikill styrkur í hinum reynslumikla markaskorara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×