Enski boltinn

Orðrómarnir trufla einbeitingu Almunia

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
The Guardian greinir frá því í dag að Arsenal muni hækka boð sitt í markmanninn Mark Schwarzer hjá Fulham. Manuel Almunia er ósáttur með orðrómana.

Almunia byrjaði leikinn gegn Liverpool og sagði Arsene Wenger að sá markmaður sem byrjaði þann leik yrði hans fyrsti kostur í vetur.

Þrátt fyrir það er Wenger enn talinn vilja kaupa Schwarzer. Arsenal skoðaði einnig möguleikann á því að fá Shay Given til sín frá Manchester City en félagið vildi ekki selja hann til annars félags sem væri að berjast um Meistaradeildarsæti.

"Það er erfitt að einbeita sér," segir Almunia. "Arsenal er stórt félag og það verða alltaf orðrómar í gangi. Það eina sem ég get gert er að halda áfrm að leggja hart að mér," sagði Spánverjinn.

"Ef annar markmaður kemur inn mun ég ræða við stjórann um framtíð mína."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×