Enski boltinn

Roman krefst þess að við vinnum Meistaradeildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, krefjist þess að félagið vinni loksins Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Það hefur verið stóri draumur Abramovich frá því hann keypti félagið og næst komst Chelsea því að vinna keppnina er liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Man. Utd í úrslitaleik í Moskvu.

„Það er enginn efi í hugum Romans sem og okkar að við viljum vinna Meistaradeildina. Hann segir að við verðum að vinna hana á næstu leiktíð þó svo hann sé í skýjunum með tvennuna í ár. Við erum staðráðnir í að vinna Meistaradeildina næsta vetur," sagði Terry.

„Við höfum verið svo nálægt því á síðustu fimm til sex árum. Við höfum stundum verið besta liðið í keppninni en ekki klárað dæmið. Við viljums stíga skrefið til fulls á næsta ári."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×