Capello: Við verðum að spila án ótta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. september 2010 06:30 Pressan er á Rooney og Capello. AFP Það fara fjölmargir leikir fram í undankeppni EM 2012 í kvöld og ljóst að margra augu verða á leik Englands og Búlgaríu. Enska landsliðið beið skipbrot á HM í Suður-Afríku undir stjórn Ítalans Fabio Capello. Ítalinn er þrátt fyrir það enn við stjórnvölinn og fær annað tækifæri með enska liðið. Það hefur mikið gengið á síðan HM lauk. Einhverjir leikmenn eru hættir að gefa kost á sér, umræðan í kringum landsliðið hefur ekki verið góð og Capello hefur mátt þola margs konar persónulega gagnrýni. Hann stefnir á að yngja liðið upp en hefur engu að síður skilið unga og efnilega leikmenn fyrir utan hópinn. Það er því mikil pressa á Capello í kvöld. „Það er hluti af starfinu að vera undir pressu. Þegar ég vinn leiki er ég besti þjálfari í heimi en þegar ég tapa þá er ég sá lélegasti," sagði Capello sem hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli. „Auðvitað lærði ég mikið af HM. Maður lærir alltaf með hverri reynslu. Ég hef breytt ýmsu en ekki miklu. Við verðum samt að leika án ótta. Mér finnst leikmennirnir taka vel á því á æfingum, þeir eru með fínt sjálfstraust og vonandi skilar það sér inn í leikinn. Búlgarar verða erfiðir enda með fínt lið sem kann þá list vel að verjast. Við verðum samt að vinna og ég vona að stuðningsmennirnir standi með okkur." Capello fékk góð tíðindi um helgina er Wayne Rooney skoraði loksins. Reyndar skoraði hann aðeins úr víti en mark er mark og þetta mark létti pressunni örlítið af framherjanum. „Ég var að fylgjast með þessum leik. Hann var góður, hann er kominn til baka og ég gleðst yfir því að hann hafi skorað," sagði Capello sem hótaði reyndar að hætta að gefa viðtöl eftir mjög óvægna meðferð sem hann fékk hjá slúðurblaðinu The Sun á dögunum. „Rooney hleypur mikið á vellinum og hann má fara þangað sem hann vill. Rooney mun spila þennan leik gegn Búlgörum með stæl." Capello hefur verið mikið gagnrýndur fyrir það hvernig hann lokaði dyrunum á David Beckham. Hann hefur dregið í land þar og ítrekaði aftur í gær að dyrnar stæðu opnar fyrir Beckham eins og aðra leikmenn landsliðsins. Phil Jagielka, leikmaður Everton, mun væntanlega leika í miðju ensku varnarinnar þar sem vantar bæði John Terry og Rio Ferdinand. Capello segist vera langt kominn með að velja byrjunarliðið. "Joe Hart verður í markinu. Svo eru það Rooney, Gerrard, Gareth Barry, Ashley Cole, Glen Johnson og Jagielka. Ég er líklega búinn að velja tíu leikmenn í liðið. Það er smá vafi með eitt sæti," sagði Fabio Capello. Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Það fara fjölmargir leikir fram í undankeppni EM 2012 í kvöld og ljóst að margra augu verða á leik Englands og Búlgaríu. Enska landsliðið beið skipbrot á HM í Suður-Afríku undir stjórn Ítalans Fabio Capello. Ítalinn er þrátt fyrir það enn við stjórnvölinn og fær annað tækifæri með enska liðið. Það hefur mikið gengið á síðan HM lauk. Einhverjir leikmenn eru hættir að gefa kost á sér, umræðan í kringum landsliðið hefur ekki verið góð og Capello hefur mátt þola margs konar persónulega gagnrýni. Hann stefnir á að yngja liðið upp en hefur engu að síður skilið unga og efnilega leikmenn fyrir utan hópinn. Það er því mikil pressa á Capello í kvöld. „Það er hluti af starfinu að vera undir pressu. Þegar ég vinn leiki er ég besti þjálfari í heimi en þegar ég tapa þá er ég sá lélegasti," sagði Capello sem hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli. „Auðvitað lærði ég mikið af HM. Maður lærir alltaf með hverri reynslu. Ég hef breytt ýmsu en ekki miklu. Við verðum samt að leika án ótta. Mér finnst leikmennirnir taka vel á því á æfingum, þeir eru með fínt sjálfstraust og vonandi skilar það sér inn í leikinn. Búlgarar verða erfiðir enda með fínt lið sem kann þá list vel að verjast. Við verðum samt að vinna og ég vona að stuðningsmennirnir standi með okkur." Capello fékk góð tíðindi um helgina er Wayne Rooney skoraði loksins. Reyndar skoraði hann aðeins úr víti en mark er mark og þetta mark létti pressunni örlítið af framherjanum. „Ég var að fylgjast með þessum leik. Hann var góður, hann er kominn til baka og ég gleðst yfir því að hann hafi skorað," sagði Capello sem hótaði reyndar að hætta að gefa viðtöl eftir mjög óvægna meðferð sem hann fékk hjá slúðurblaðinu The Sun á dögunum. „Rooney hleypur mikið á vellinum og hann má fara þangað sem hann vill. Rooney mun spila þennan leik gegn Búlgörum með stæl." Capello hefur verið mikið gagnrýndur fyrir það hvernig hann lokaði dyrunum á David Beckham. Hann hefur dregið í land þar og ítrekaði aftur í gær að dyrnar stæðu opnar fyrir Beckham eins og aðra leikmenn landsliðsins. Phil Jagielka, leikmaður Everton, mun væntanlega leika í miðju ensku varnarinnar þar sem vantar bæði John Terry og Rio Ferdinand. Capello segist vera langt kominn með að velja byrjunarliðið. "Joe Hart verður í markinu. Svo eru það Rooney, Gerrard, Gareth Barry, Ashley Cole, Glen Johnson og Jagielka. Ég er líklega búinn að velja tíu leikmenn í liðið. Það er smá vafi með eitt sæti," sagði Fabio Capello.
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira