Íslenski boltinn

FH mætir Íslandsvinunum í BATE Borisov

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik FH og BATE árið 2007. Mynd/Daníel
Úr leik FH og BATE árið 2007. Mynd/Daníel

Íslandsmeistarar FH í knattspyrnu fengu engan draumadrátt þegar dregið var í annarri umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í morgun. FH mætir Hvít-rússneska liðinu BATE Borisov.

Það er óhætt að tala um BATE sem Íslandsvini enda er liðið að koma hingað í þriðja sinn á fjórum árum. FH lék við liðið árið 2007 og Valur ári síðar.

FH hefði getað mætt Rosenborg og AIK í Svíþjóð meðal annars en lenti eins og áður segir gegn BATE.

KR, Fylkir og Breiðablik verða svo í pottinum á eftir þegar dregið verður í forkeppni Evrópudeildar UEFA.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×