Enski boltinn

Leikmenn Man. Utd hlustuðu á Madonnu fyrir nágrannaslaginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio við opnun Nike-verslunar.
Rio við opnun Nike-verslunar.

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, hefur svipt hulunni af tónlistinni sem liðið hlustaði á fyrir nágrannaslaginn gegn Man. City. Það var boðið upp á eðal 80´s popp sem Patrice Evra var ábygur fyrir.

"Evra var við stjórnvölinn á ipoddinum eins og svo oft áður. Það var 80´s stemning hjá okkur. Við fengum smá U2 sem og Madonnu. Holiday var spilað," sagði Ferdinand.

Þetta er samt ekki versta tónlistin sem hefur verið spiluð í búningsklefa Man. Utd í gegnum tíðina.

Þegar Cristiano Ronaldo var hjá liðinu vildi hann iðulega spila Ricky Martin við litla hrifningu félaga sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×