Fótbolti

Maradona hefur áhuga á að gerast landsliðsþjálfari Portúgals

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Nordic Photos / AFP

Argentínumaðurinn Diego Maradona hefur áhuga á að því að taka við landsliði Portúgals. Þetta segir einn aðstoðarmanna hans í samtali við dagblaðið A Bola í Portúgal.

„Það er satt. Ég hef rætt þetta við Diego. Við hefðum mikla ánægju á að takast á við þetta verkefni. Það er þó ekki búið að hafa samband við hann," sagði Alejandro Mancuso í samtali við blaðið.

Maradona stýrði landsliði Argentínu í tvö ár en hætti eftir HM í Suður-Afríku í sumar.

Carlos Queiroz var áður landsliðsþjálfari Portúgal en var sagt upp störfum eftir skelfilega byrjun liðsins í undankeppni EM 2012. Portúgal gerði þá jafntefli við Kýpur og tapaði fyrir Noregi.

Næsti leikur Portúgals í undankeppninni er gegn Íslandi á Laugardalsvellinum. Yrði það fyrsti leikur Maradona með liðið verði honum boðið starfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×