Enski boltinn

David Villa of dýr miðað við aldur

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Villa.
David Villa.

Guardian greinir frá því að Manchester United hafi hætt við að kaupa spænska sóknarmanninn David Villa frá Valencia þar sem félagið þyrfti að reiða fram 40 milljónir punda fyrir hann.

Villa er 28 ára gamall og segir Sir Alex Ferguson að verðmiðinn sé of hár fyrir leikmann sem er að leita að sínum síðasta samningi á ferlinum.

Innkaupastefna Manchester United hefur því breyst talsvert síðan félagið opnaði veskið til að kaupa Dimitar Berbatov þegar hann var 27 ára.

Forráðamenn United segja að félagið muni þó enn sækjast eftir stórum nöfnum í sitt lið. Karim Benzema hjá Real Madrid er sá leikmaður sem hefur hve oftast verið orðaður við United að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×