Enski boltinn

Sunderland pakkaði Chelsea saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Onuoha fagnar glæsimarki sínu í dag.
Onuoha fagnar glæsimarki sínu í dag.

Sunderland gerði sér lítið fyrir í dag og skellti Chelsea, 0-3, á Stamford Bridge. Þetta var enginn heppnissigur enda var Sunderland mun betra liðið allan leikinn.

Nedum Onioha skoraði fyrsta markið rétt fyrir hlé er hann labbaði í gegnum vörn Chelsea og soraði.

Asamoah Gyan skoraði annað markið á 52. mínútu og Danny Welbeck kláraði dæmið með marki á 87. mínútu.

Þetta var fyrsta tap Chelsea á heimavelli í vetur og það sem meira þá hafði Chelsea aðeins fengið á sig fimm mörk í deildinni fram að þessum leik.

Chelsea er eftir sem áður enn á toppnum með tveim stigum meira en Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×