Enski boltinn

Tvær vikur í Giggs - þrjár í Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Giggs fer hér meiddur af velli í leiknum í gær.
Giggs fer hér meiddur af velli í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Það bárust í gær góðar fréttir af þeim Ryan Giggs og Wayne Rooney, leikmönnum Manchester United.

Báðir hafa verið að glíma við meiðsli en Alex Ferguson, stjóri United, sagði að ef vel gengur gætu þeir spilað á ný áður en mánuðurinn er liðinn.

Giggs hefur verið að glíma við meiðsli í vöðva aftan á lærinu en hann hefur aðeins spilað einu sinni síðan í september vegna meiðslanna.

„Ryan byrjaði að æfa á fimmtudaginn. Hann ætti að verða tilbúinn eftir 10-14 daga en hann gæti náð grannaslagnum," sagði Ferguson og átti þar við leik United gegn Manchester City í næstu viku.

Wayne Rooney mun ekki ná þeim leik en gæti orðið klár eftir um þrjár vikur.

„Hann náði að hlaupa í gær í fyrsta sinn síðan hann meiddist. Það kom mér á óvart en hann er virkilega áhugasamur um að byrja að spila aftur."

„Hann er svo sem ekki að gera neitt annað en það er gott fyrir hann að skokka. Ég held að það séu þó enn um þrjár vikur í hann."

Ferguson greindi frá því að þeir Anderson, Jonny Evans, Darron Gibson og Federico Macheda væru allir frá vegna veikinda og að ákveðið hafi verið að hvíla Rio Ferdinand.

„Við ákváðum að skilja hann eftir heima. Honum hefur gengið vel síðustu vikur en þökk sé góðu gengi Chris Smalling auðveldar það hlutina fyrir mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×