Enski boltinn

Hernandez tryggði United öll stigin gegn Stoke

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Javier Hernandez var hetja United í dag.
Javier Hernandez var hetja United í dag.
Javier Hernandez skoraði bæði mörk Manchester United í dag er liðið sigraði Stoke City, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni. Hernandez kom United yfir eftir hálftíma með fallegu skallamarki og útlitið gott fyrir United.

Þegar að rúmar tíu mínútur voru eftir jafnaði hinsvegar Sanli Tuncay leikinn með glæsilegu skoti fyrir utan teig sem að endaði í fjærhorninu.

Gestirnir voru fljótir að svara og stálu öllum stigunum en hinn efnilegi Hernandez var þá aftur á ferðinni og skoraði sigurmarkið úr stuttu færi eftir að boltinn barst til hans innan teigs og átti hann ekki í neinum vandræðum með að klára færið sitt.

Eiður Smári Guðjónsen spilaði síðustu mínútur leiksins en hann kom inná sem varamaður á 78.mínútu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×