Enski boltinn

Hargreaves spilar ekki um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Owen Hargreaves.
Owen Hargreaves. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Owen Hargreaves muni ekki spila með liðinu um helgina.

Hargreaves hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða undanfarin tvö ár og læknir hans, Richard Steadman, sagði við enska fjölmiðla í vikunni að hann ætti að spila eitthvað um helgina.

„Owen er ekki tilbúinn. Við eigum í vandræðum með lækni sem hefur staðhæft ýmislegt sem ekki er satt," sagði Ferguson. „Það er ekki sanngjarnt gagnvart leikmanninum að segja að Owen muni spila á morgun."

„Um er að ræða truflun sem hefur valdið einhverjum misskilningi. Owen er frá vegna meiðsla á kálfa."

Hargreaves gekkst undir aðgerð á hné hjá Steadman árið 2008 og hefur endurhæfingin gengið hægt og illa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×