Enski boltinn

Drogba og Lampard ekki með Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Drogba er að jafna sig á flensu.
Drogba er að jafna sig á flensu. Nordic Photos / Getty Images

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur staðfest að þeir Didier Drogba og Frank Lampard verði ekki með liðinu gegn Aston Villa um helgina.

John Terry verður hins vegar með en Lampard er enn frá vegna sinna meiðsla. Drogba er hefur hins vegar verið veikur í vikunni og verður frá af þeim sökum.

„Lampard, Drogba, Sturridge, Kalou, Alex og Benayoun verða ekki með. Terry er hins vegar klár," sagði Ancelotti.

„Byrjunarliðið verður skipað þeim Cech, Ferreira, Ivanovic, Terry og Cole, Ramires, Essien, Mikel og sóknarmönnunum Kakuta, Malouda og Anelka."

„Lampard gengur betur að ná sér af sínum meiðslum en þarf einhverjar vikur enn. Kannnski verður hann klár eftir tvær vikur."

„Drogba hefur verið veikur en æfði í dag. Hann er þó ekki leikfær."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×