Enski boltinn

Terry æfði með Chelsea í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry.
John Terry. Nordic Photos / Getty Images

John Terry æfði með Chelsea í gær en enn er óvíst hvort hann verði með liðinu gegn Aston Villa á morgun.

Terry meiddist á æfingu enska landsliðsins fyrir leik Englands og Svartfjallalands fyrr í vikunni.

Hann mun æfa aftur með Chelsea í dag og verður þá tekin ákvörðun um hvort að hann geti spilað um helgina.

Ef Terry getur ekki spilað er óljóst hver muni skipa miðvarðarparið með Branislav Ivanovic.

Svo gæti farið að bakvörðurinn Paulo Ferreira spili í stöðu miðvarðar og Jose Bosingwa, sem hefur verið frá í heilt ár, fari beint inn í byrjunarliðið í hans stað.

Þá er gæti einnig verið að Frank Lampard spili með Chelsea á ný um helgina en hann hefur ekkert spilað á tímablinu.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er einnig mögulegt að Michael Essien spili í vörninni og jafnvel að hollenski varnarmaðurinn Jeffrey Bruma fái tækifæri í byrjunarliðinu nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×