Enski boltinn

Hodgson hefur ekki rætt við Henry um framtíðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson.
Roy Hodgson. Nordic Photos / Getty Images

Roy Hodgson hefur rætt við John Henry, nýjan eiganda Liverpool, en ekki um framtíð hans sem knattspyrnustjóra.

Samtalið átti sér stað áður en það fékkst staðfest í dag að Henry og eignarhaldsfélag hans, NESV, hefði tekist að festa kaup á félaginu.

Hodgson tók við Liverpool í sumar en liðinu hefur gengið selfilega í ensku úrvalsdeildinni í haust og situr í 18. sæti deildarinnar.

„Hann hringdi og hans skilaboð voru að hann vonaðist til að kaupin myndu ganga í gegn. Hann sagðist hlakka mikið til að verða nýr eigandi félagsins og starfa með mér," sagði Hodgson í dag.

Hann var hæstánægður með að félagið sé nú komið með nýja eigendur og sagði að þungri byrði væri nú létt af félaginu og öllum þeim sem þar starfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×