Fótbolti

Fletcher: Skuldum stuðningsmönnunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er vandræðagangur á skoska landsliðinu í knattspyrnu sem fyrr. Liðið tapaði fyrir Tékkum, 1-0, á föstudag og mætir Spánverjum í kvöld.

Skoska pressan hefur farið hamförum eftir Tékkaleikinn þar sem Skotar spiluðu hina frumlegu taktík, 4-6-0. Það var enginn framherji í liðinu og sóknarþunginn enginn.

Darren Fletcher, leikmaður Man. Utd og fyrirliði skoska landsliðsins, segir að landsliðið skuldi stuðningsmönnum betri frammistöðu í Spánarleiknum.

"Sama hvernig leikurinn fer þá vil ég að áhorfendur sjái skoska liðið gefa allt sem það á. Við verðum að gleyma þessum Tékkaleik og gefa allt sem við eigum í Spánarleikinn," sagði baráttuhundurinn Fletcher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×