Umfjöllun: Stjarnan í fjórða sætið með stórsigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2010 14:30 Mynd/Valli Stjörnumenn komust upp í fjórða sætið í Pepsi-deild karla eftir 5-0 sigur á Haukum á Vodafone-vellinum í kvöld. Þetta var aðeins aðeins annars sigur Stjörnumanna á grasi í sumar en Haukar hafa nú leikið fyrstu sextán deildarleiki sína í sumar án þess að ná að vinna og sitja fyrir vikið einir á botninum. Stjörnumenn voru miklu beinskeyttari í sínum sóknum frá upphafi leiks og þó að spilamennska Hauka hafði verið ágæt út á velli í upphafi leiks þá voru sóknarleikmenn klaufar þegar kom að því klára lofandi sóknir sínar. Stjörnuliðið sótti hinsvegar hratt og af krafti og áttu öll hættulegustu færi hálfleiksins. Halldór Orri Björnsson kom Stjörnunni í 2-0 fyrir hálfleik með tveimur mörkum með átta mínútna millibili, það fyrra úr víti sem Þorvaldur Árnason fékk og það seinna eftir gott upphlaup Arnars Más Björgvinssonar. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og fengu vítaspyrnu á 51. mínútu þegar Hilmar Rafn Emilsson fiskaði víti á Ólaf Karl Finsen. Bjarni Þórður Halldórsson varði hinsvegar vítaspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar og fljótlega var allt loft úr Haukamönnum. Ólafur Karl Finsen var stressaður og úr takti við leikinn fram eftir öllum leik en fór loks í gang í seinni hálfleik. Hann skoraði þrennu á síðasta hálftímanum, tvö einföld mörk eftir flottan undirbúning félaga sinna í Stjörnuliðinu og það þriðja eftir glæsilegan einleik. Garðar Jóhannsson kom inn á hjá Stjörnunni og lék fjórtán síðustu mínútur leiksins. Hann var einu sinni nálægt því að skora eftir skógarhlaup Daða Lárussonar í marki Hauka en hann hitti ekki tómt markið. Haukar-Stjarnan 0-5 0-1 Halldór Orri Björnsson, víti (31.) 0-2 Halldór Orri Björnsson (39.) 0-3 Ólafur Karl Finsen (58.) 0-4 Ólafur Karl Finsen (82.) 0-5 Ólafur Karl Finsen (89.) Dómari: Kristinn Jakobsson (8) Áhorfendur: 493Tölfræðin: Skot (á mark): 5-20 (3-13) Varin skot: Daði 6 - Bjarni Þórður 2 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 5-12 Rangstæður: 8-6Haukar (4-4-2) Daði Lárusson 6 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Guðmundur Viðar Mete 4 Daníel Einarsson 3 (65., Þórhallur Dan Jóhannsson 4) Kristján Ómar Björnsson 4 Magnús Björgvinsson 4 (46., Pétur Ásbjörn Sæmundsson 5) Guðjón Pétur Lýðsson 7 Jamie McCunnie 4 Hilmar Rafn Emilsson 6 Alexandre Garcia 3 (46., Gunnar Ormslev 4) Hilmar Geir Eiðsson 5Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Jóhann Laxdal 7 Björn Pálsson 7 Dennis Danry 5 (87. Birgir Rafn Baldursson -) Halldór Orri Björnsson 7 - Maður leiksins - Arnar Már Björgvinsson 6 (71., Víðir Þorvarðarson -) Ólafur Karl Finsen 7 Þorvaldur Árnason 7 (76., Garðar Jóhannsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Haukar - Stjarnan Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Stjörnumenn komust upp í fjórða sætið í Pepsi-deild karla eftir 5-0 sigur á Haukum á Vodafone-vellinum í kvöld. Þetta var aðeins aðeins annars sigur Stjörnumanna á grasi í sumar en Haukar hafa nú leikið fyrstu sextán deildarleiki sína í sumar án þess að ná að vinna og sitja fyrir vikið einir á botninum. Stjörnumenn voru miklu beinskeyttari í sínum sóknum frá upphafi leiks og þó að spilamennska Hauka hafði verið ágæt út á velli í upphafi leiks þá voru sóknarleikmenn klaufar þegar kom að því klára lofandi sóknir sínar. Stjörnuliðið sótti hinsvegar hratt og af krafti og áttu öll hættulegustu færi hálfleiksins. Halldór Orri Björnsson kom Stjörnunni í 2-0 fyrir hálfleik með tveimur mörkum með átta mínútna millibili, það fyrra úr víti sem Þorvaldur Árnason fékk og það seinna eftir gott upphlaup Arnars Más Björgvinssonar. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og fengu vítaspyrnu á 51. mínútu þegar Hilmar Rafn Emilsson fiskaði víti á Ólaf Karl Finsen. Bjarni Þórður Halldórsson varði hinsvegar vítaspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar og fljótlega var allt loft úr Haukamönnum. Ólafur Karl Finsen var stressaður og úr takti við leikinn fram eftir öllum leik en fór loks í gang í seinni hálfleik. Hann skoraði þrennu á síðasta hálftímanum, tvö einföld mörk eftir flottan undirbúning félaga sinna í Stjörnuliðinu og það þriðja eftir glæsilegan einleik. Garðar Jóhannsson kom inn á hjá Stjörnunni og lék fjórtán síðustu mínútur leiksins. Hann var einu sinni nálægt því að skora eftir skógarhlaup Daða Lárussonar í marki Hauka en hann hitti ekki tómt markið. Haukar-Stjarnan 0-5 0-1 Halldór Orri Björnsson, víti (31.) 0-2 Halldór Orri Björnsson (39.) 0-3 Ólafur Karl Finsen (58.) 0-4 Ólafur Karl Finsen (82.) 0-5 Ólafur Karl Finsen (89.) Dómari: Kristinn Jakobsson (8) Áhorfendur: 493Tölfræðin: Skot (á mark): 5-20 (3-13) Varin skot: Daði 6 - Bjarni Þórður 2 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 5-12 Rangstæður: 8-6Haukar (4-4-2) Daði Lárusson 6 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Guðmundur Viðar Mete 4 Daníel Einarsson 3 (65., Þórhallur Dan Jóhannsson 4) Kristján Ómar Björnsson 4 Magnús Björgvinsson 4 (46., Pétur Ásbjörn Sæmundsson 5) Guðjón Pétur Lýðsson 7 Jamie McCunnie 4 Hilmar Rafn Emilsson 6 Alexandre Garcia 3 (46., Gunnar Ormslev 4) Hilmar Geir Eiðsson 5Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Jóhann Laxdal 7 Björn Pálsson 7 Dennis Danry 5 (87. Birgir Rafn Baldursson -) Halldór Orri Björnsson 7 - Maður leiksins - Arnar Már Björgvinsson 6 (71., Víðir Þorvarðarson -) Ólafur Karl Finsen 7 Þorvaldur Árnason 7 (76., Garðar Jóhannsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Haukar - Stjarnan
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira