Umfjöllun: Stjarnan í fjórða sætið með stórsigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2010 14:30 Mynd/Valli Stjörnumenn komust upp í fjórða sætið í Pepsi-deild karla eftir 5-0 sigur á Haukum á Vodafone-vellinum í kvöld. Þetta var aðeins aðeins annars sigur Stjörnumanna á grasi í sumar en Haukar hafa nú leikið fyrstu sextán deildarleiki sína í sumar án þess að ná að vinna og sitja fyrir vikið einir á botninum. Stjörnumenn voru miklu beinskeyttari í sínum sóknum frá upphafi leiks og þó að spilamennska Hauka hafði verið ágæt út á velli í upphafi leiks þá voru sóknarleikmenn klaufar þegar kom að því klára lofandi sóknir sínar. Stjörnuliðið sótti hinsvegar hratt og af krafti og áttu öll hættulegustu færi hálfleiksins. Halldór Orri Björnsson kom Stjörnunni í 2-0 fyrir hálfleik með tveimur mörkum með átta mínútna millibili, það fyrra úr víti sem Þorvaldur Árnason fékk og það seinna eftir gott upphlaup Arnars Más Björgvinssonar. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og fengu vítaspyrnu á 51. mínútu þegar Hilmar Rafn Emilsson fiskaði víti á Ólaf Karl Finsen. Bjarni Þórður Halldórsson varði hinsvegar vítaspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar og fljótlega var allt loft úr Haukamönnum. Ólafur Karl Finsen var stressaður og úr takti við leikinn fram eftir öllum leik en fór loks í gang í seinni hálfleik. Hann skoraði þrennu á síðasta hálftímanum, tvö einföld mörk eftir flottan undirbúning félaga sinna í Stjörnuliðinu og það þriðja eftir glæsilegan einleik. Garðar Jóhannsson kom inn á hjá Stjörnunni og lék fjórtán síðustu mínútur leiksins. Hann var einu sinni nálægt því að skora eftir skógarhlaup Daða Lárussonar í marki Hauka en hann hitti ekki tómt markið. Haukar-Stjarnan 0-5 0-1 Halldór Orri Björnsson, víti (31.) 0-2 Halldór Orri Björnsson (39.) 0-3 Ólafur Karl Finsen (58.) 0-4 Ólafur Karl Finsen (82.) 0-5 Ólafur Karl Finsen (89.) Dómari: Kristinn Jakobsson (8) Áhorfendur: 493Tölfræðin: Skot (á mark): 5-20 (3-13) Varin skot: Daði 6 - Bjarni Þórður 2 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 5-12 Rangstæður: 8-6Haukar (4-4-2) Daði Lárusson 6 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Guðmundur Viðar Mete 4 Daníel Einarsson 3 (65., Þórhallur Dan Jóhannsson 4) Kristján Ómar Björnsson 4 Magnús Björgvinsson 4 (46., Pétur Ásbjörn Sæmundsson 5) Guðjón Pétur Lýðsson 7 Jamie McCunnie 4 Hilmar Rafn Emilsson 6 Alexandre Garcia 3 (46., Gunnar Ormslev 4) Hilmar Geir Eiðsson 5Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Jóhann Laxdal 7 Björn Pálsson 7 Dennis Danry 5 (87. Birgir Rafn Baldursson -) Halldór Orri Björnsson 7 - Maður leiksins - Arnar Már Björgvinsson 6 (71., Víðir Þorvarðarson -) Ólafur Karl Finsen 7 Þorvaldur Árnason 7 (76., Garðar Jóhannsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Haukar - Stjarnan Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Stjörnumenn komust upp í fjórða sætið í Pepsi-deild karla eftir 5-0 sigur á Haukum á Vodafone-vellinum í kvöld. Þetta var aðeins aðeins annars sigur Stjörnumanna á grasi í sumar en Haukar hafa nú leikið fyrstu sextán deildarleiki sína í sumar án þess að ná að vinna og sitja fyrir vikið einir á botninum. Stjörnumenn voru miklu beinskeyttari í sínum sóknum frá upphafi leiks og þó að spilamennska Hauka hafði verið ágæt út á velli í upphafi leiks þá voru sóknarleikmenn klaufar þegar kom að því klára lofandi sóknir sínar. Stjörnuliðið sótti hinsvegar hratt og af krafti og áttu öll hættulegustu færi hálfleiksins. Halldór Orri Björnsson kom Stjörnunni í 2-0 fyrir hálfleik með tveimur mörkum með átta mínútna millibili, það fyrra úr víti sem Þorvaldur Árnason fékk og það seinna eftir gott upphlaup Arnars Más Björgvinssonar. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og fengu vítaspyrnu á 51. mínútu þegar Hilmar Rafn Emilsson fiskaði víti á Ólaf Karl Finsen. Bjarni Þórður Halldórsson varði hinsvegar vítaspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar og fljótlega var allt loft úr Haukamönnum. Ólafur Karl Finsen var stressaður og úr takti við leikinn fram eftir öllum leik en fór loks í gang í seinni hálfleik. Hann skoraði þrennu á síðasta hálftímanum, tvö einföld mörk eftir flottan undirbúning félaga sinna í Stjörnuliðinu og það þriðja eftir glæsilegan einleik. Garðar Jóhannsson kom inn á hjá Stjörnunni og lék fjórtán síðustu mínútur leiksins. Hann var einu sinni nálægt því að skora eftir skógarhlaup Daða Lárussonar í marki Hauka en hann hitti ekki tómt markið. Haukar-Stjarnan 0-5 0-1 Halldór Orri Björnsson, víti (31.) 0-2 Halldór Orri Björnsson (39.) 0-3 Ólafur Karl Finsen (58.) 0-4 Ólafur Karl Finsen (82.) 0-5 Ólafur Karl Finsen (89.) Dómari: Kristinn Jakobsson (8) Áhorfendur: 493Tölfræðin: Skot (á mark): 5-20 (3-13) Varin skot: Daði 6 - Bjarni Þórður 2 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 5-12 Rangstæður: 8-6Haukar (4-4-2) Daði Lárusson 6 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Guðmundur Viðar Mete 4 Daníel Einarsson 3 (65., Þórhallur Dan Jóhannsson 4) Kristján Ómar Björnsson 4 Magnús Björgvinsson 4 (46., Pétur Ásbjörn Sæmundsson 5) Guðjón Pétur Lýðsson 7 Jamie McCunnie 4 Hilmar Rafn Emilsson 6 Alexandre Garcia 3 (46., Gunnar Ormslev 4) Hilmar Geir Eiðsson 5Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Jóhann Laxdal 7 Björn Pálsson 7 Dennis Danry 5 (87. Birgir Rafn Baldursson -) Halldór Orri Björnsson 7 - Maður leiksins - Arnar Már Björgvinsson 6 (71., Víðir Þorvarðarson -) Ólafur Karl Finsen 7 Þorvaldur Árnason 7 (76., Garðar Jóhannsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Haukar - Stjarnan
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira