Enski boltinn

Jones á leiðinni til Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jones er hér á æfingu með ástralska landsliðinu.
Jones er hér á æfingu með ástralska landsliðinu.

Ástralski markvörðurinn Brad Jones mun væntanlega ganga í raðir Liverpool áður en dagurinn er allur.

Liverpool hefur verið í viðræðum við Middlesbrough í tvær vikur um kaup á markverðinum og hermt er að hann sé á Anfield í dag þar sem hann fer í læknisskoðun.

Talið er að Liverpool greiði Boro 2,5 milljónir punda fyrir markvörðinn sem mun verða varaskeifa Pepe Reina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×