Enski boltinn

Drogba segir Chelsea ekki komið í gang: Mér líður eins og unglambi

AFP
Didier Drogba byrjaði ensku úrvalsdeildina með stæl og alveg eins og hann skildi við hana í vor. Drogba skoraði þrennu gegn WBA á opnunardegi tímabilsins á laugardag.

Hann varar við því að Chelsea sé ekki einu sinni komið í gang en meistararnir unnu stórsigur, 6-0.

"Það er gott að byrja tímabilið svona og vita að við erum ekki einu sinni tilbúnir. Við erum búnir að senda skilaboð til okkar sjálfra, ekki deildarinnar, af því við vitum að þó að við séum ekki klárir getum við spilað góðan fótbolta," sagði Drogba.

"Við höfum átt erfitt uppdráttar á tímum en persónulegra er ég betri núna þegar ég er orðinn 32 ára en þegar ég var 26 ára og kom hingað fyrst. Ég er rólegri inni á vellinum. Mér líður eins og unglambi," sagði Drogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×