Enski boltinn

David Luiz verðlagður á 40 milljónir evra

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
David Luiz kostar 40 milljónir evra. Þetta hefur félag hans, Benfica, gefið út.

Chelsea og Manchester City voru talin hafa áhuga á varnarmanninum en ólíklegt er að verðmiðinn sé í takti við áhugann.

"Við skulum skoða það að tala við önnur félög ef tilboð upp á 40 milljónir evra kemur á borðið," sagði forseti félagsins, Luis Vieira.

"Það væri ómögulegt að ræða við okkur um minni upphæð. Ég vil að David Luiz verði hér áfram á næsta tímabili," sagði forsetinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×