Enski boltinn

Carrick klár í kvöld - Man. Utd. mætir Newcastle

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Michael Carrick er tilbúinn að láta Newcastle finna til tevatnsins í kvöld. Þá líkur fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þegar Manchester United tekur á móti nýliðunum.

Carrick átti erfitt tímabil síðast en aðeins eru tvö tímabil síðan þessi sömu lið mættust í fyrstu umferð deildarinnar. Þá gerðu liðin óvænt jafntefli en United vann svo titilinn á meðan Newcastle féll.

"Newcastle-menn koma brjálaðir til leiks," sagði Carrick um leikinn í kvöld.

"Þeir eru komnir aftur upp og hvar er betra að byrja en á Old Trafford? Þeir munu vilja byrja vel og byggja upp frá byrjun," sagði miðjumaðurinn.

"Síðasta tímabil voru mér mikil vonbrigði og sumarið líka. En þetta er fimmta tímabilið mitt hérna og á þeim tíma hef ég orðið reynslunni ríkari. Ég er ákveðnari en nokkru sinni fyrr. Það er sárt þegar maður fær ekki það sem maður vill. Ég er hungraður í árangur," sagði Carrick.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×