Enski boltinn

Man. Utd byrjar deildina á sigri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Berbatov er hér að skora fyrsta mark leiksins.
Berbatov er hér að skora fyrsta mark leiksins.

Manchester United hóf leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni vel í kvöld er liðið fékk nýliða Newcastle í heimsókn.

United var talsvert betra liðið í leiknum og vann sanngjarnan sigur, 3-0.

Dimitar Berbatov kom United yfir á 33. mínútu. Hann fékk þá laglega stugusendingu frá Paul Scholes sem hann afgreiddi smekklega í fjærhornið.

Níu mínútum síðar skoraði Darren Fletcher. Hann fékk þá boltann í teignum, náði góðu skot með mann í bakið og skotið endaði í netinu.

Varamaðurinn Ryan Giggs skoraði svo þriðja og síðasta markið á 85. mínútu með laglegu skoti í teignum. Aftur var það Paul Scholes sem lagði upp markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×