Íslenski boltinn

Andri: Þetta var fáránlegt, ég var rólegur allan tímann

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Valli
Andri Marteinsson var sáttur maður í kvöld eftir sigur sinna manna á Blikum. Þjálfarinn hrósar liði sínu í hástert.

"Við erum búnir að vera inni í fullt af leikjum í sumar en þetta hefur ekki alltaf verið að detta fyrir okkur. En ég hef alltaf sagt að hver er sinnar gæfu smiður og ef strákarnir hefðu spilað í 90 mínútur í fleiri leikjum eins og þeir gerðu í dag þá værum við í allt annarri stöðu."

"Þetta er eiginlega alveg fáránlegt, ég var rólegur allan leikinn. Það var ekkert stress eða hræðsla í okkur. Þetta er öryggi sem ég skynja hjá strákunum. Ég tek undir það að strákarnir voru tilbúnir frá upphafi."

"Við lögðum upp með ákveðna taktík, að loka á miðjuna og Alfreð og sækja upp kantana. Það voru allir að sinna sínu og það skilaði því að við vorum betri og áttum sigurinn skilinn," sagði þjálfarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×