Fótbolti

Metáhorf á knattspyrnu í Bandaríkjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bandaríkjamenn eru smám saman að fatta hvað knattspyrna er frábær íþrótt.
Bandaríkjamenn eru smám saman að fatta hvað knattspyrna er frábær íþrótt.

Áhugi Bandaríkjamanna á knattspyrnu fer sívaxandi og áhorfið á HM í Suður-Afríku var 41 prósenti meira en á HM í Þýskalandi fyrir fjórum árum síðan.

Alls horfðu 24,4 milljónir Bandaríkjamanna á úrslitaleik Spánar og Hollands en það er áhorfsmet á knattspyrnuleik í Bandaríkjunum. Rúmlega 15 milljónir horfðu á leikinn með enskri lýsingu en 8,8 milljónir horfðu á leikinn með spænskri lýsingu.

Fyrra metið kom í sextán liða úrslitum keppninar er Bandaríkin töpuðu fyrir Gana. Tæplega 14,9 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á þann leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×