Enski boltinn

Ferguson: Hernandez og Macheda verða ekki lánaðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Hernandez fagnar marki sínu í gær.
Javier Hernandez fagnar marki sínu í gær. Mynd/AP

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir félagið muni ekki lána þá Javier Hernandez og Federico Machedo til annarra félaga nú í vetur.

Hernandez skoraði í sínum fyrsta leik með United þegar liðið vann 5-2 sigur á úrvalsliði MLS-deildarinnar í gær. Macheda skoraði tvö marka United í leiknum.

„Ég þarf að halda þeim Macheda og Hernandez. Þeir spiluðu mjög vel í leiknum," sagði Ferguson. „Það þarf meira en bara hæfileika til að spila fyrir svona stórt félag. Maður þarf eitthvað sérstakt og þeir eru sérstakir. Ég er ánægður með það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×