Fótbolti

Tvö frábær mörk frá Gerrard dugðu Englandi - myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Gerrard fagnar í kvöld.
Gerrard fagnar í kvöld. GettyImages
Steven Gerrard skoraði tvö frábær mörk fyrir England sem vann Ungverjaland 2-1 í æfingaleik í kvöld. England lenti undir í leiknum.

Phil Jagielka skoraði sjálfsmark en reyndar sýndu myndbandsupptökur að boltinn fór ekki inn fyrir línuna.

Gerrard tók sig til og negldi boltanum upp í hornið utan teigs og skömmu síðar sneri hann af sér varnarmenn og skoraði sigurmarkið.

Fögnuður hans var gríðarlegur við bæði mörkin en hann hafði áður gagnrýnt enska liðið harðlega. Hér má sjá fyrra markið og hér það síðara.

Þá vann Noregur varalið Frakka 2-1 þar sem Erik Huseklepp skoraði bæði mörkin en Hatem Ben Arfa hafði komið Frökkum yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×