Enski boltinn

Bauð 300 miljónir punda í Blackburn og lofar 100 milljónum í leikmannakaup

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Stuðningsmenn Blackburn fagna eflaust tíðindum dagsins.
Stuðningsmenn Blackburn fagna eflaust tíðindum dagsins. GettyImages
Indverskur auðjöfur sem reynir nú að eignast meirihluta í Blackburn lofar því að setja 100 milljónir punda í leikmannakaup félagsins. Hann hefur boðið 300 milljónir punda í félagið.

Ahsan Ali Syed og talsmenn hans byrjuðu að ræða við forráðamenn Blackburn í gær. Hann er 36 ára gamall og er erfingi um fimm milljarða punda í Bahrain.

Hann segir að ástríða sín fyrir Blackburn sé ástæða þess að hann vilji eignast félagið.

"Ég vil koma inn í félagið sem stuðningsmaður, ekki sem einhver sem ætlar að reyna að græða á félaginu á tveimur árum og ganga svo burtu," sagði Syed.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×