Enski boltinn

Gary Neville um Rooney-málið: Tíminn mun lækna öll sár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Neville og Wayne Rooney á æfingu.
Gary Neville og Wayne Rooney á æfingu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gary Neville, varnarmaður Manchester United, trúir því að stuðningsmenn Manchester United verði fljótir að gleyma vikunni þar sem Wayne Rooney ætlaði að yfirgefa félagið. Rooney skrifaði loks undir fimm ára samning nokkrum dögum eftir að hann lýsti því yfir að hann væri á förum.

„Þetta mun taka sinn tímaá meðan allir jafna sig en eftir það mun Rooney eiga hér frábæran feril og vinna marga titla," sagði Gary Neville.

„Niðurstaðan var sú rétta fyrir Wayne, bæði fyrir fótboltaferilinn og fyrir hann persónulega. Hann tók rétta ákvörðun," segir Neville.

„Kúbburinn heldur líka frábærum leikmanni, leikmanni sem gefur allt sitt fyrir félagið í hverri viku," sagði Gary Neville sem lék sinn 600. leik með Manchester United á móti Stoke í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×